Hótel Selfoss – Riverside Restaurant
//færslan er ekki kostuð//
Um daginn fórum ég & Magnús kærastinn minn út að borða á Riverside Restaurant, sem er á Hótel Selfoss. En mér finnst margir oft gleyma þessum veitingastað & halda að þetta sé oft einungis fyrir Hótel gesti eða alveg alltof dýrt! En það er ekki þannig, það geta allir pantað borð á Riverside & maturinn er á fáránlega góðu verði & klárlega með bestu veitingastöðum á Suðurlandi!
En við erum allsekki flókið par og skelltum okkur bara í aðalrétt, en Magnús er með fiskiofnæmi og ég svona vel “pikkí” á mat, þá meina ég að ég er sennilega fljótari að telja upp þann mat sem ég borða heldur en það sem ég borða ekki haha! 🙈
Allavega þá fengum við okkur nautalund & útaf við vorum svo heppin að hitta á rólegt kvöld & þetta er nú gamli vinnustaðurinn minn þá gerði kokkurinn fyrir okkur heita bernaise sósu, hún var nú ekki á matseðli en klárlega besta bernaise sósa sem ég hef fengið!
Það var svo sannarlega dekrað vel við okkur!
Maturinn var fáránlega góður, þjónustan uppá 10 & sjúklega notalegt að komast á smá date með Magnúsi 💖
Mæli allavega með því að skella sér út að borða á Hótel Selfoss ef þið ætlið eitthvað fínt að borða & eruð á Selfoss svæðinu.
Ps. Það er ótrúlega fallegt útsýni yfir Ölfusá, Selfosskirkju & ölfusábrú!
Getur kíkt á matseðilinn HÉR