MICHAEL KORS VS LINDEX
Ég hef haft auga á einu ótrúlega fallegu veski sem ég sá inna lindex.is, en það er ljósbrún frá Holly&Whyte & finnst mér það ótrúlega klassískt & flott! En það sem ég hugsaði strax þegar ég sá það var vá hvað það er líkt einu veski sem ég sá inná selfridges.com um daginn & langaði mig alveg jafn mikið í það veski & þetta sem ég sá svo inná lindex.is.
En veskið sem ég heillaðist af inná selfridges.com var frá Michael Kors, það var til í svörtu & ljósbrúnu, en ljósbrúna var að klárast sýnist mér en samt sem áður er það mjög svipað veskinu frá Holly&Whyte!
Ætla leyfa myndunum að sýni ykkur rest 👇🏼
En mér finnst ótrúlega gaman að skoða og vafra um allskonar síður, oft finn ég eitthvað sem er frekar dýrt & hafði ég kannski ekki alveg hugsað mér að eyða miklum pening í akkurat þennan hlut, þá finnst mér svo gaman þegar ég finn eitthvað svipað jafnvel flottra og svo miklu ódýrara!
En þetta Holly&Whyte veski frá Lindex er klárlega komið á minn óskalista núna 💖