Fallegir Fylgihlutir // ódýrt VS dýrt
Ég er búin að vera ansi dugleg undanfarna daga/vikur að ráfa á netinu að skoða fallega hluti, bæði flíkur, fylgihluti & snyrtivörur! En það eru nokkrar vörur sem gripu augað mitt, bæði því þær eru mjög fallegar & töff að mér finnst & líka því þær minntu mig á aðrar vörur sem kosta mann mun meira!
Mér finnst alltaf gaman að deila eitthverju svona sniðugu með ykkur & hafið þið líka alltaf tekið vel í þessar færslur mínar ❤
Lindex VS Michael Kors
Þessi sólgleraugu eru sjúklega töff & passa við bókstaflega allt finnst mér! Það er mikið í tísku núna að vinna með öðruvísi sólgleraugu til að poppa upp dressið!
Kíktu á sólgleraugun HÉR!
Lindex VS Michael Kors
Án djóks samt ef þau væru ekki merkt þá myndi ég varla fatta hvort væri hvað! En ef eitthvað er þá finnst mér Holly&Whyte veskið fallegra, það er stílhreinna & já heillar mitt auga eitthvað betur! En gulur hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds litum, ég meina fermingar veislan mín var öll gul! Þessi litur hefur lengi heillað mig 💛
Kíktu á veskið HÉR!
Lindex VS Gucci
Það er önnur hver manneskja í dag gangandi með gucci belti. Ég viðurkenni ég er ein af þeim. En ég verð að segja að þetta frá lindex er ótrúlega fallegt!! Væri allavega alveg til í eitt lindex belti í minn fataskáp!
Kíktu á beltið HÉR!
Þessir þrír fylgihlutir gripu auga mitt um leið. Lindex vörurnar klárlega á mínum óskalista! Held að flest ykkar vita að ég elska lindex & hef mikið fylgst með þeirra vörum, ég allavega get alltaf misst mig þarna inni þegar ég kíki við eða inná lindex.is 💖