AÐ HUGSA JÁKVÆTT!

 

Fimm jákvæðar hugsanir á dag 

CA94289A-6B33-40F1-8245-7A730221E862

Taktu þátt ég mana þig! 

Að hugsa daglega um 5 jákvæða hluti gagnvart sjálfum þér & þínu lífi getur gert svo mikið fyrir mann! Setjast niður & taka sér smá stund í þetta. Mæli með að gera þetta daglega í mánuð & þú átt eftir að finna mikin mun á sjálfum þér, þú verður miklu jákvæðari! 

Ég á það til að vera svolítið neikvæð & læt oft neikvæðni skemma fyrir mér! En mér finnst það hjálpa að hugsa nokkrar jákvæðar hugsanir í minn garð daglega, það er bæði hvetjandi fyrir mann & sömuleiðis hjálpar mér allavega að viðhalda jákvæðu hugarfari! 

Ég á auðvitað daga sem ég gleymi mér eða er extra neikvæð, en þá er mikilvægt að muna að festast ekki þar heldur taka sér bara smá tíma & rifa sig svo uppúr þessu!

Ætla deila með ykkur mínum jákvæðu hugsunum í dag:

1. Ég er þakklát fyrir að vera heilbrigð!

2. Svo ótrúlega þakklát fyrir & stolt af Andrés Elí, hann er að vaxa & dafna svo vel!

3. Ég get & ætla að ná mínum markmiðum! 

4. Ég er ótrúlega flott nákvæmlega eins og ég er NÚNA! 

5. Ég er dugleg & stend mig vel í mínum verkefnum!

Stundum finnst mér þetta smá krefjandi og ef ég er að eiga aðeins neikvæðari dag þá hugsa ég jákvæð orð, bara hvað sem mér dettur í hug að lýsi mér eða því sem èg er að gera! Mér finnst þetta allavega hjálpa mér og þá sérstaklega hjálpa mér að hugsa jákvætt til mín! Það er ekkert mál að hugsa jákvætt um alla aðra í kringum sig en mér finnst oft krefjandi að segja eitthvað jákvætt um sjálfan mig! Þannig þessi áskorun er að hjálpa mér helling. En ég ákvað sem sagt að taka ágúst mánud svona, svo ætla ég klárlega að halda áfram með eitthvað svipað í september. Allavega er þetta að hafa mjög hvetjandi áhrif á mig. 

“Self Love” er inn í dag! 

8661A61E-2B4E-4B7D-B9F0-4E500F9E827E

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s