Flottir Fylgihlutir 🖤

What Accessories do you like?

Ég elska fallega fylgihluti & langaði mig að setja saman nokkra hluti sem mig langar að eignast fyrir sumarið!

Það kom mér örlítið á óvart hvað þetta voru litlausir fylgihlutir, en ég sem sagt elska litagleði í þessum hlutum því ég klæði mig kannski oftar frekar hlutlaust! En þrátt fyrir það eru þetta ótrúlega fallegir & klassískir fylgihlutir sem henta hvaða átstíð sem er svo sem!

En til þess að renna létt yfir það sem er á fylgihluta Óskalistanum :

B34EE6F2-8688-4AC3-8949-D682A8C576EB

Converse strigaskór eru alltaf klassískir! Mig hefur í svolítinn tíma langað í þá með frönskum rennilás, en mér finnst þeir sjúklega flottir & passa eitthvern vegin við allt! Ég rakst á þessa inná Hverslun.is 

Tvenn sólgleraugu frá Lindex. En þegar sólin er farin á loft & sumarið er komið þá er alltaf gaman að eiga nokkur fín sólgleraugu! Ég allavega elska að eiga til skiptana, ekki að það sé nauðsynlegt! En þessi bæði finnst mér mjög töff, líta út fyrir að vera þæginleg, en mér finnst alltaf frekar óþæginlegt að hafa svona gúmmí gæja hjá nefinu, það eitthvern vegin flækist alltaf í hárinu mínu þegar ég skelli sólgleraugunum upp á höfuð þegar sú gula fer í felur!

Þessi glæri tösku poki frá Lindex hef ég verið að bíða eftir! Mér finnst hann ótrúlega COOL & held ég að ég verði að láta það eftir mér & fjárfesta í allavega einum!

Svart stórt veski frá VeroModa. Ég er alltaf með helling af barnadóti meðferðis, svo sem bleyjur, blautþurkur, auka föt & dót! Þannig það er eiginlega nauðsynlegt fyrir mig að eiga nokkrar fínar stórar töskur/veski til þess að geyma allt þetta dót í en samt sem áður “look-a” vel! Held að þetta veski sé fullkomið fyrir allt nauðsynja barnadót & er ótrúlega fallegt líka!

Tvennir eyrnalokkar úr Lindex. Mér finnst svona “kögur” eyrnalokkar svo fallegir fylgihlutir! Ég á tvenna, eina svarta&gylta (HM) & eina rauða (lindex) og ég elska þá báða! Væri alveg til í að bæta í safnið fyrst ég nota þá sem ég á svona mikið!

Hælaskór úr Bianco! Þessir eru sjúklega sætir & eru fullkomnir fyrir sumarið! Ég átti svipaða hæla mjög lengi, en vegna mikillar notkunar þá slitnaði bandið um ökklann & voru þeir orðnir frekar illa farnir! En ég elskaði þá & þessir eru mjög svipaðir, þannig væri alveg til í að eignast þessa! Svo ótrúlega fallegir, klassískir & passa við allt finnst mér!

8DC10C79-84DC-48A6-81D1-AA7C2EFFD7AA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s