NOVEMBER FAVORITES

IMG_3320

//Færslan er ekki kostuð, * stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf//

GLAMGLOW Gravitymud
Gravitymud maskinn frá GLAMGLOW er búinn að vera notaður reglulega í nóvember mánuði! En ég elska peel-off maska, það er svo auðvelt að nota þá! En Gravitymud maskinn hentar öllum húðgerðum en er samt sem áður einstaklega góður fyrir húð sem er byrjuð að fá fínar línur, einnig jafnar hann húðlit ef um litaflekki er að ræða & hefur stinnandi áhrif á húðina! Ég sem snyrtifræðingur myndi flokka þennan maska fyrir 25 ára & eldri, allavega ekki fyrir yngri en 20 ára!
Maskann færðu til dæmis í Hagkaup, Helstu apótekum, fotia.is & á beautybox.is

KIEHL’S Creamy Eye Treatment with Avocado
Þetta augnkrem hef ég notað núna í um tvö ár held ég & er það klárlega mitt allra uppáhalds! Það veitir viðkvæmu augnsvæðinu raka & finnst mér það koma vel út undir farða/hyljara! Þetta er ekki of “heavy” augnkrem en samt sem áður þá finnur þú fyrir hversu vel nært augnsvæðið verður þegar þú “dúmpar” kreminu létt á!
KIEHL’S fæst því miður ekki á Íslandi en það er hægt að nálgast það HER & HÉR & senda þessar síður heim til Íslands! Annars ef þú átt leið til útlanda þá er KIEHL’S á ótrúlega mörgum stöðum & mér finnst ég mjög oft rekast á merkið á flugvöllum!

*Becca Champagne POP
Þessi highlighter þarf svo sem ekki að tala mikið um, held að flestir viti hver hann er og flestir elska hann! Ég allavega ELSKA hann, en þetta er fallegur kampavínslitur og finnst mér hann gefa einstaklega fallegan ljóma.
Becca fæst í Hagkaup Kringlunni & Smáralind & Lyf&Heilsu Kringlunni!

*Becca Backlight Priming filter
Ég er mikill aðdáandi af primer-unum frá BECCA, en þessi gefur ótrúlega fallegan ljóma undir farðann & hef ég meirað segja notað hann einan og sér bara þegar ég er ekki í stuði til að mála mig en langar samt sem áður að vera með eitthvað svona smá sem gefur ljóma & frískleika!
Becca fæst í Hagkaup Kringlunni & smáralind og lyf&heilsu Kringlunni!

*Mac Varalitur – GOSSAMER WING
Mér finnst þessi varalitur “poppa” varirnar, oft set ég varalitablýant yfir allt og nota svo þennan varalit til að gefa smá “highlight” í miðjunni! Hef notað hann þegar ég er að fara eitthvað fínt en einnig við eitthvað “casual” tilefni líka!
Getur nálgast varalitinn í Mac Kringlunni eða Smáralind!

Damn Gina gloss frá KYLIE
Glimmer brúnn/nude gloss úr Koko Kollection línunni frá Kylie Cosmetics sem heitir Damn Gina! Ég elska hann einan og sér eða yfir varalit til þess að “poppa” varirnar aðeins upp! Hann er svona “shimmer” og svakalega GORDJÖSS!
Færð kylie vörurnar einungis inná kyliecosmetics.com

Milani Luminoso Baked Blush
Þessi hefur fengið mikla umfjöllun og finnst mér flest allir elska hann! Ég var frekar sein að grípa þetta æði & nældi ég mér bara í hann fyrst núna í september. En hann er ótrúlega fallega bleikur & kemur vel út! Enda hef ég notað hann nánast daglega í nóvember.
Færð milani vörurnar til dæmis inná shine.is

*Moody gel eyeliner frá Smashbox
Gel augnblýantur í svarbrúnum tón. Oft finnst mér fallegra að nota þannig tóna inní votlínu á auganu, þótt ég noti oft svartan líka! En förðunin verður svona aðeins hlýrri eitthvern vegin ef maður notar brúntóna frekar en svarta!
En smashbox vörurnar færðu í verslunum Hagkaup.

HEAT augnskugga palletta frá URBAN DECAY
Þessa pallettu fengum við í kittinu okkar í Reykjavík makeup school og hefur hún verið mikið notuð síðustu vikurnar! Þessi palletta inniheldur ótrúlega fallega brúna rauða hlýja liti sem eru ótrúlega fallegir og hentar eitthvern vegin öllum!
Urban decay fæst í Hagkaup smáralind & Kringlunni

*Pep-Start Lip night mask frá Clinique
Það þurfa allir að eiga varamaska í snyrtibuddunni sinni að mínu mati, sérstaklega á veturnar! Nei vá ég er með svo þurrar varir og sérstaklega yfir vetrartímann að það er nauðsynlegt fyrir MIG að reyna hugsa sem best um þær. En ég nota varamaskann daglega og ég nota hann ekki einungis á næturnar eins og er ráðlagt heldur einnig þegar ég vakna eða áður en ég fer út úr húsi! Það er orðið svo kalt úti að mér finnst mjög gott að fara með smá “vörn” á vörunum út í kuldann.
Clinique vörurnar færðu í verslunum Hagkauð & öllum helstu apótekum.

IMG_2615

Snapchat 👻irisbachmann 

Instagram @irisbachmann

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s