BEAUTYBOX.IS
//Færslan er ekki kostuð//
Netverslunin beautybox.is var að gefa út sitt fyrsta BEAUTY BOX & snyrtivöru fíkillinn ég gat ekki látið það framhjá mér fara þannig ÉG KEYPTI mér auðvitað boxið! Það var ótrúlega spennandi að vita ekki hvað var í boxinu!
En beautybox ætlar að gefa út 4 box á ári, í mars, júní, september & desember!
Boxið kostaði 3990kr sem mér finnst allsekki mikið og voru tvær “full size” vörur í boxinu og 4 lúxus prufur. Boxið sjálft er ótrúlega vandað & fallegt & það var klárlega farið “all in” með þetta box!
En vörurnar sem leyndust í þeirra fyrsta beautyboxi voru þessar :
Max Factor High Precision Liquid Eyeliner / FULL SIZE
L’OREAL Paris – multimasking Pure clay play kit / 3x 10ml
St. TROPEZ – Self Tan Express Advenced Bronzing Mousse 1 Hour Tan / 50ml
RapidEye – eye cream / 3ml
Italian Silver DESIGN The BEAUTY Glove – hreinsi hanski sem inniheldur örþræði & silfurþræði sem hreinsa allan farða af, líka vatnsheldan! Það þarf einungis að bleyta vel uppí hanskanum og hafa hann ágætlega blautan & svo strýkur þú yfir andlitið fyrst með þeirri hlið sem lítur út eins og þvottapoki. En þegar nánast allur farði er farinn af þá notar þú hina hlið hanskans sem er hvít & inniheldur hún silfurþræði sem hafa sótthreinsandi eiginleika! / lítill prufu hanski
Glisten Cosmetics Glitter Gel í litnum Burning Desire – Glimmer gel sem er fáránlega auðvelt í notkun! Það þarf engan festi og glimmerið fer ekki útum allt heldur þarf einungis að leyfa því að þorna! / 5ml
& til þess að toppa boxið þá var Lindor rauð súkkulaði kúla með!

Ef þið viljið skoða vörurnar eitthvað nánar eða bara kíkja á úrvalið hjá beautybox.is þá getið þið gert það HÉR!
Ég mæli svo með að fylgjast með hvenær næsta box verður gefið út & ekki hika við að næla þér í þetta fallega beautybox!

Snapchat : irisbachmann
Instagram @irisbachmann