RIMMEL

IMG_3244.PNG

 

//Færslan er ekki kostuð en vörurnar fékk ég að gjöf//

 

 

Ég fékk ótrúlega skemmtilegan pakka um daginn frá ARTICA með nokkrum vörum frá RIMMEL!
Tvær af þeim vörum voru að koma í sölu í dag & ég verð bara að segja ykkur aðeins frá þeim!
 
En í pakkanum leyndust þessar vörur 👇🏼
 
Rimmel Magnif’eyes colour edition pallettan :
Ótrúlega skemmtilega litrík augnskugga palletta, ég hef aðeins potað í hana og prufað og lýst mér ótrúlega vel á. Hlakka allavega mikið til að prófa hana mun betur! 
 
Wonder’fully real maskari :
Ég hef heyrt góða hluti um þennan maskara og á hann að gera miklu meira úr þínum augnhárum til dæmis lengir, þykkir og skerpir þau! Mig hlakkar mikið til þess að prufa hann, en ég er akkurat með tvo maskara í gangi núna og ég reyni að sleppa því að hafa alla opna í einu heldur tek ég gott tímabil með hverjum og einum til þess að geta myndað mer góða skoðun á þeim. En næstur á dagskrá er klárlega þessi maskari & ég mun klárlega “update-a” ykkur þegar ég byrja nota hann!
 
Lasting finish 25h – breathable lightweight medium coverage concealer :
Þessi hyljari er einn af nýjungum Rimmel & var ég heppin að fá að prufa hann áður en hann kom í verslanir! Ég hef notað hann daglega síðustu viku og lýst mér ótrúlega vel á hann! Ég fékk litinn fair / 100 og hentar hann mínum húðlit vel. 
 
Lasting finish 25h – breathable medium coverage foundation spf 20 :
Mig langar að taka það fram að ég hef áður keypt mér farða frá Rimmel og hentaði hann mér vel þannig ég var ótrúlega spennt að fá að prufa þennan nýja farða! Hann var að koma í verslanir Krónunnar í dag og mun mæta í fleiri verslanir á næstu dögum! Farðin hefur langvarandi eiginleika og nær húðin að anda í gegnum farðann, sem er mikill kostur að mínu mati! Þetta er léttasti farði sem Rimmel hefur gefið út en samt sem áður finnst mér hann alveg gefa fína þekju og eins og með svo marga farða þá er alveg hægt að nota lítið og hafa minni þekju og nota meira ef þú vilt meiri þekju! Ég hef notað þennan farða á hverjum degi í viku núna & finnst mér hann alveg standa undir nafni, hann helst vel á yfir daginn og hentar hann mér vel. Ég fékk litinn Classic ivory / 101! En ég er með frekar olíukennda húð en ég er ekki að fá eitthvern brjálaðan fituglans yfir daginn né finnst mér ég of mött!
 
Rimmel vörurnar eru á fáránlega góðu verði & þær vörur sem ég hef prufað frá þeim er ég ótrúlega sátt með!
Rimmel vörurnar færðu til dæmis í verslunum Hagkaups 💕
 IMG_2615
Instagram @irisbachmann
Snapchat 👻irisbachmann

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s