JÓLATÍMINN
Nú eru sennilega allir byrjaðir að hugsa úti jólin og allar gjafirnar sem fylgja þeim. Auðvitað vill maður gefa sínum nánustu fallegar gjafir, en það sem mér finnst nauðsynlegt að muna og hugsa aðeins út í að það er ekki hversu dýr gjöfin er sem skiptir máli heldur hugsunin á bakvið gjöfina. Það getur verið svo falleg og hugulsöm hugsun á bakvið eitthverja gjöf sem kostaði nánast ekki neitt og oft þykir manni nánast meira vænt um gjöf sem kemur beint frá hjartanu heldur en eitthvern hlut sem kostaði hálfan handlegg! Viðurkenni samt að ég sjálf hef oft endað á að gefa frekar dýrar gjafir, allavega til nánustu fjölskyldu. En ég hef líka einungis verið að vinna síðustu ár og hef því leyft mér þetta. En engu að síður þá hef ég alveg dottið í það að föndra eitthvað krúttlegt, hvort sem það sé eitthvað sætt “skilti”, kerti eða bara jólakort.
Síðustu jól var ég ólétt & föndur sjúk! Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að dunda mér yfir jólamynd með jólaöl og búa til eitthvað sætt fyrir bæði mig og mitt heimili og einnig jólagjafir. Ég er mikið búin að vera föndra “myndakerti” og kostaði það mig ótrúlega litið og það eina sem þarf er ; kerti (hvaða stærð sem þú vilt, ég valdi mér frekar stór og held þau séu ódýrust í IKEA á eitthvern 300-400kr stk), kertapappír sem fer beint í prentarann og hægt að setja hvaða mynd sem er á eða bara líma servéttu bút beint á pappírinn & síðan kertalím með brunavörn – kerzen potch (fæst bæði t.d í FÖNDRA á Dalvegi), flestir geta svo fundið eitthvern drasl pensil heima hjá sér, annars er hægt að fá ódýran pensil útum allt!
Þetta er ótrúlega auðvelt, skemmtilegt og ódýr gjöf! Það tekur allsekki langan tíma að föndra svona kerti og er það bara ótrúlega gaman að vera t.d í góðum hópi með piparkökur og jólaöl að dúllast eitthvað saman ❤️
Síðan ef þú ert ekki alveg í gírnum til þess að skrifa endalausar jólakveðjur í endalaust mörg jólakort eins og ég, þá finnst mér yfirleitt skemmtilegra að senda svona örlítið persónulegri “kort” á mína nánustu bara sem ég er kannski ekki alveg að gefa gjafir. Mamma og pabbi voru svo ótrúlega sniðug að gefa mér eitthver jólin myndaprentara, ég var ábyggilega svona 15-16 ára og fannst þetta þá ekki beint spennandi gjöf en vá hvað hún hefur slegið í gegn! Það er svo auðvelt að tengja myndaprentarnn við tölvuna og prenta út eitthverja sæta mynd sem er svo t.d hægt að skrifa sæt skilaboð aftan á hvort sem það er eitthvað persónulegt eða bara sæt jólakveðja. Þegar ég hef gert þetta þá finnst mér líka ótrúlega fallegt að setja myndirnar í ramma og eru til ótrúlega ódýrir nokkrir saman í pakka í IKEA. Þannig þetta þarf ekki að kosta mikið og auðvitað er líka hægt að sleppa rammanum.
En þetta er ótrúlega skemmtileg útfærsla af jólakorti og finnst mér þetta svona aðeins persónulegra kort og því tilvalið að gefa vinkonum, ömmu & afa, eða frænkum & frændum.
Það er hægt að föndra svo ótrúlega mikið sætt og endalausar hugmyndir að fá, þannig um að gera ef maður vill spara smá pening í kringum jólin en samt gefa öllum fallegar gjafir og einnig hægt að föndra allskonar jóladúllerí fyrir heimilið, þá mæli ég hiklaust með að taka eina eða tvær kvöld stundir í eitthvað svona dúlleri því það er bara gaman, sérstaklega ef þu platar eitthvern til þess að föndra með þér 🎄
Munum bara að það er hugurinn sem skiptir máli ❤️
Snapchat: irisbachmann
Instagram @irisbachmann